Svartur pipar er hollari en maður hafði haldið
ágúst 16, 2020Smoothie í morgunmat
ágúst 15, 2022Rauðrófur (stundum kallaðar rauðbeður) geta hjálpað þér að lækka blóðþrýstinginn er niðurstaðan í nýrri könnun sem komst að því að því að borða nítrat ríkt grænmeti eins og rauðrófur er örugg og ódýr leið til að lækka blóðþrýsting.
Nýlega voru birtar niðurstöður í rannsókn sem gerð var við Queen Mary Háskólann í London. Þar sagði að rauðrófusafi er áhrifamikill í að lækka blóðþrýsting hjá þeim með háþrýsting. Það hafa verið gerðar margar rannsóknir sem sýna að jafnvel eitt skammtur af rauðrófum getur lækkað blóðþrýsting án fyrirvara í þeim sem hafa venjulegan blóðþrýsting. En þessi nýja rannsókn leiddi það í ljós að rauðrófusafi getur verið notaður í lækningarskyni fyrir þá sem þjást af háþrýstingi.
Hvernig lækka rauðrófur blóðþrýsting?
Rauðrófur eru ríkar af nítrati. Líkaminn breytir svo nítratinu í nítratsýru sem víkkar æðarnar sem leiðir til þess að þrýstingurinn lækkar.
Blóðþrýstingurinn hækkar þegar hjartað þarf að dæla harðar vegna þess að viðnám er í æðunum. Ef æðarnar þrengjast skapast meiri þrýstingur og erfiðara er fyrir hjartað að dæla.
Þegar æðarnar tútna út er minni mótstaða í að færa blóðdropana út í vöðvana og aðra hluta líkamans. Þegar mótstaðan er lítil flýtur blóðið áreynslulaust um líkamann.