Kostir CBD olíu eru fjölmargir
nóvember 17, 2018Hollasti hlutinn af avókadóinu
maí 4, 2020Hin svokallaða ketó flensa hefur verið mikið í umræðunni hjá þeim sem langar að prófa ketó mataræðið. Ástæðan fyrir „flensunni“ er einfaldari en margan grunar og lausnin við henni er enn auðveldari.
Hvað er ketó flensa?
Ketó flensa er það kallað þegar maður fær nokkurskonar flensueinkenni á fyrstu dögum ketó mataræðisins. Einkenni eins og höfuðverkur og magaverkur eru nokkuð algeng en sumir fá vöðvakrampa eða verður flökurt.
Hvernig forðumst við ketó flensuna?
Það eru tvær auðveldar reglur sem þarf að huga að.
- Drekka vatn.
- Borða salt.
Svo einfalt er það.
Annaðhvort á maður að nota sjávarsalt eða (bleikt) Himalaya salt en ekki borðsalt sem hefur verið unnið.
Borðið hálfa teskeið, fjórum sinnum á dag á fyrstu vikunni á Ketó. Setjið bara smá í lófann og sleikið upp. Drekkið eitt glas af vatni á eftir. Fjórir svona skammtur eru u.þ.b 5 grömm af salti.
Af hverju fáum við ketó flensu?
Þegar þú er að byrja á ketó, mun líkaminn losa sig við (detoxa) mikið magn af vatni. Þegar maður losnar við vatnið fara líka steinefni og sölt úr líkamanum hraðar en við viljum.
Saltið mun hjálpa þér að halda inni þessum steinefnum og söltum. Munið bara að nota hágæða salt.
Ef þú vilt vera viss þá er líka hægt að mæla með magnesíum bætiefni, sérstaklega ef þú ert ekki að borða mikið magn af avókadó eða öðru sem er ríkt af magnesíum.