Hvað eru bláber?
Bláber eru næringarrík og bragðgóð með fjölmarga kosti fyrir heilsuna.
Þau eru vinsæl útum allan heim og bæði borðuð fersk eða blönduð í allskonar vörur eins og sultur og bökunarvörur. Berin eru ræktuð um allan heim, þar með talið í Bandaríkjnum, Kanada, Chile og Evrópu.
Bláber eru oftast skilgreind sem “ofurfæði” sökum hárra næringargilda og mögulegra heilsubætandi eiginleika. Þar sem þau eru frekar sæt og bragðgóð þá er auðvelt að bæta þeim í allskonar aðrar vörur eða borða þau ein og sér. Þessir allir eiginleikar gera þau mjög vinsæl fyrir fólk á öllum aldri.
Næringargildi bláberja
Í 100 grömmum af bláberjum eru:
Næringargildi | Magn | % RDS |
Orka | 47 kcal | |
Fita | 0,2 g | |
Kolvetni | 12 g | |
Trefjar | 2 g | |
Protein | 0,4 g | |
Manganese | 20 % | |
Vitamin C | 10 % |
5 bestu heislukostir bláberja
1. Andoxunarefni – hægir á öldrun
Bláber eru rík af andoxunarefnum þar á meðal fravónóíð og fenól, sem hjálpa frumum að verjast skaða frá sindurefnum. Það hægir á öldrun.
2. Bætir heilsu hjartans
Ýmsar rannsóknir sýna að með því að bláber hjálpa til við að minnka hættuna á hjartasjúkdómum með því að bæta kólesteról og minnka blóðþrýsting.
3. Bætir heilsu heilans
Nokkrar rannsóknir sýna að bláber hjálpa til við að bæta vitsmunalega virkni og hjálpa jafnvel við hægja á öldrun heilans.
4. Betri melting
Bláber innihalda trefjar sem hjálpa til við melting og viðhalda eðlilegum hægðum.
5. Bólgueyðandi.
Bláber innihalda efni sem eru með bólgueyðandi eiginleika, sem geta hjálpað til við að minnka hættuna á mörgum krónískum sjúkdómum.
Hvernig er best að nota bláber?
Bláber eru einfaldlega bragðgóð og fjölhæf sem auðvelt er að borða ein og sér eða blanda í allskonar rétti eins og ostakökur, kökur, smoothie og hafragraut.
Hvað þarf maður að hugsa um varðandi bláber?
Bláber eru almennt talin holl og góð sem hluti af góðu mataræði. En eins og með allar matvörur er mikilvægt að neyta þeirra í hófi.
Bláber eru frekar há í náttúrulegum sykri svo það er sérstaklega mikilvægt að fylgjast með inntöku þeirra ef þú ert með sykursýki eða að reyna að stýra þínum blóðsykrum. Einhverjir eru með ofnæmi fyrir þeim eða eiga erfitt með að melta þau. Ef þú upplifir einhverja neikvæðar verkanir, hafðu samband við fagaðila.
Það er einnig vert að minnast þess að bláber geta verið góður hluti af blönduðu mataræði en ekki góð sem uppistaða mataræðis. Neysla þeirra ætti ekki heldur koma í veg fyrir hreyfingu og líkamsrækt. Það er mikilvægt að borða fjölbreytta holla fæðu og stunda líkamsrægt til að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu.
Eru bláber í alvörunni “ofurfæði”?
Bláber eru næringarríkur ávöxtur (já þau eru ávöxtur). Þau eru hitaeiningasnauð og trefjarík, sem gera þau að góðum kosti fyrir folk sem vill losna við aukakíló.
Þau eru einnig rík af andoxunarefnum sem geta hjálpa til við að verja frumurnar í líkamanum frá skemmdum sindurefna. Þau eru einnig rík af fenóli sem eru efni sem finnast í plöntum sem hafa mörg jákvæð áhrif á heisluna þar með talið að minnka bólgur og bæta heislu hjartans.
Maybe the best benefit is the accessibility of them, it is so easy to grab a few of them as a snack between meals.