Hvað er Glúkómannan?
Glúkómannan er nokkuð sérstök „ofurfæða“ og ólík því sem við eigum að venjast úr hillum heilsuverlsanna eða stórmarkaða. Við tengjum oft ofurfæðu við ber og aðra vöru sem við borðum óunna. Glúkómannan er nefnilega vatnsleysanleg fjölsykra sem þýðir að hún er að mestu úr fjölliða kovetnasameindum.
Varan sjálf er sem sagt unnin úr þurrkaðri rót frá konjak trjám, sem kallast á latínu Amorphophallus konjac. Tréið er einnig þekkt undir öðrum nöfnum eins og „djöflatunga“ og „vúdú lilja“.
Plantan vex á mörgum landsvæðum í Austur-Asíu svo sem í Japan, Kína og Indónesíu. Þurrkuð rótin inniheldur um það bil 40% glúkómannan.
Glúkómannan er bæði notað sem uppistaða í fæðu, aukaefni í fæðu og sem bindiefni. Það er hægt að nota það sem náttúrlegan og vegan kost í staðinn fyrir matarlím. Einnig er hægt að taka glúkómannan sem fæðubótarefni í hylkjum.
Vísindamenn hafa gert fjölda rannsókna á glúkómannan. Kostirnir eru ótvíræðir sem gera okkur kleyft að flokka glúkómannan sem ofurfæðu, en þar má nefna að það er nánast hitaeiningalaust og hátt trefjainnihald.
Upphafið
Amorphophallus konjac vex í náttúrunni í Suðaustur Asíu og í Kína þar sem hitabeltisloftslag leikur um það. Glúkómannan hefur verið notað í japanskri matargerð í hunduðir ára sem og í kínveskri lyfjagerð til að lækna marga ólíka kvilla.
Fyrst þarf að þurrka rótina áður en hún er mulin í mjög fínt mjöl. Í gamalli kínverskri lyfjafræði var þetta mjöl notað til að vinna á öllu frá astma, verkjum, bakflæði og húðvandamálum. Fyrstu heimildir eru frá því að fólk borðaði rótina sjálfa án þess að mala hana í mjöl. Í kínveskri læknisfræði er mjölið notað í allt frá að lækna astma að bruna og húðkvillum. Fyrstu heimildir eru frá Vestra Han ættarveldinu sem ríkti frá 206 til 8 fyrir Krist.
Glúkómannan var mjög vinsælt í Japan fyrir nokkrum öldum og var gefin út bók um það 1846. Bókin, Konnyaku Hyakusen(100 Konnyaku uppskriftir), var einfaldlega uppskriftabók með 100 uppskriftum sem allar innhéldu glúkómannan. Japanir framleiða sjálfir glúkómannan en flytja einnig inn frá Kína.
Heilsukostir Glúkómannan
Glúkómannan hefur lengi verið rannsakan af vísindamönnum í matvælageiranum og í læknisfræðilegum tilgangi. Það er frekar einstakt þar sem það fer í gegnum meltingarveginn ómelt. Þegar það kemur í ristilinn er það svo gerjað af örveruflórunni sem fyrir er.
Þetta ferli skapar nýjar örverur (probiotics) sem skapar góðkynja og hjálpsamar bakteríur í meltingaveginu. Á heildina litið getur þetta leitt til þess að meltingin verði betri og heilsusamari. Einnig getur þetta leitt til þess að hjálpa til við að ná jafnvægi í kólesteróli. Hærra hlutfall örvera(probiotics) hefur einnig verið tengt við lægri hættu á hjarta- og æðasjúkdómum(1).
Glúkómannan getur komið sér vel við allskonar kvillum. Einnig getur það hjálpað til við að missa fitu, þar sem það fær fólk til að finnast að maginn sé fullur, þannig minnkar tilhneyging til að borða of mikið. Glúkómannan getur einnig hjálpað við hægðatregðu, þar sem vinnur eins og örverur. Þegar örverur komast inní ristilinn framleiða þær góðkynja bakteríur. Allt þetta þýðir að hægðir verða heilbrigðari.
Neikvæðu hliðarnar á Glúkómannan
Fólk hefur neytt glukómannan í margar aldir svo fólk þarf ekki að hafa of miklar áhyggjur á því hvernig það hefur áhrif á líkamann. Ef of mikils glúkómannans er neytt, fólk getur fengið niðurgang, þrútnað eða einfaldlega magaverki. Þetta ætti að hverfa fljótt ef skammtarnir eru réttir. Einnig segir þetta manni að borða ekki of mikið af vörunni, sérstaklega ekki í byrjun.
Við mælum alltaf með að leita ráða hjá næringarráðgjafa áður en mataræði er breytt. Þú þarft að hafa augun opin þegar glúkómannan er borðað í sinni náttúrulegu mynd öfugt við í matvöru eða í fæðubótarefni. Það getur orsakað stíflur ef ekki tekið í réttu magni, það er vegna þess að það dregur að sér mikið vatn og getur fests í vélinda og valdið köfnun. Heilbrigðisyfirvöld hafa þess vegna mælt með að drekka mikið vatn með inntöku glúkómannan í duftformi.
Næringargildi
Í 100 grömmum af konjakrótarmjöli (hráa formið af Glúkómannan) eru:
Hitaeiningar | 5 kcal | Vatn | 97.3g |
Prótín | 0.1g | Fita | 0g |
Kolvetni | 2.3g | Sódium | 10mg |
Potassíum | 60mg | Kalk | 43mg |
Magnesíum | 3mg | Phosphorus | 5mg |
Járn | 0.4mg | Trefjar | 2.2g |
Í Japan er konjak rótin almennt álitin sem kartöflutegund þó að hún sé mun harðari en kartöflur. Venjulega er rótin mýkt með því að láta liggja í vatni, síðan þurrkuð og möluð. Í dag er hún enn notuð í réttum eins og izakayas.
Á síðustu árum hefur oft verið talað um rótina sem „ofurfæðu“ fyrir fólk sem vill missa þyngd. Hún inniheldur mjög fáar hitaeiningar en þónokkuð af steinefnum og næringu en þó um fram allt trefjar. Í meltingaveginum dregur hún mikin vökva til sín og fólk fær tilfinningu að það sé búið að borða nóg. Svo eru trefjar eitthvað sem mjög marga vantar í fæðinuna til að viðhalda góðri meltingu.
5 Bestu kostirnir við glúkómannan
-
Glúkómannan getur haft bein áhrif á betri heilsu.
Náttúrulegar örverur í þörmunum eru nauðsynlegar til að viðhalda heilbrigðri meltingarstarfsemi og þær hafa bein áhrif á þína almennu heilsu. Þessi matur er einstakur að því leiti að hann fer í gegnum efri hlutan af meltingarvegnum án þess að meltast og mun svo gerjast í örverunum í ristlinum. Þetta ferli skapar fjöldan allan af örverum af þeirri tegund sem oft er kölluð „góðar bakteríur“. Rannsókn sem var gerð árið 2008 sýnir að glúkómannan hafði bein áfram á aukningu á örverum(2).
-
Glúkómannan getur hjálpað við að léttast og að stýra þyngd.
Að léttast eða viðhalda heilbrigðri þyngd reynis mörgum erfitt. Allskonar lyf er hægt að finna til að hjálpa til en að finna eitthvað sem hefur virkilega jákvæð áhrif á líkamann getur verið ótrúlega erfitt. Glúkómannan hefur áhrif á þyngdina á tvo ólíka vegu.
Fyrst má nefna mikið magn af trefjum og lítið af hitaeiningum sem augljóslega hafa áhrif á línurnar. Jafnvel mikilvægara má nefna að glúkómannan dregur að sér vökva eftir að komist ofaní maga. Þannig líður þér eins og að maginn sé fullur og að þú sért saddur/södd. Þannig munt þú ekki borða of mikið. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem borðar glúkómannan töflur léttist meira en þeir sem borða lyfleysu (3).
-
Glúkomannan getur hjálpað fólki með syskursýki.
Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að rannsaka áhrif glúkómannan á sykursjúka, þar sem glúkómannan seinkar því að maginn tæmist. Þetta gerir líkamanum kleift að vinna hægar á sykrum en vanalega og hjálpar þannig sykursjúkum að forðast glúkósa toppa. Ein rannsókn sýndi fram á að glúkómannan getur hjálpað fólki með sykursýki 2 að vinna náttúrulega á sykursýkinni (4). Önnur rannsókn sýndi fram á að glúkómannan komi í veg fyrir sykurfall , sem getur verið algengt meðal sykursjúkra (5).
-
Glókómannan getur létt á hægðartregðu og öðrum meltingarsjúkdómum.
Hægðartregða getur orsakast af mörgum ólíkum þáttum, og fólk sem þjáist af hinum ýmsu kvillum sem tengjast bólgum í meltingarvegi veit hversu sársaukafullt það getur verið. Vísindamenn hafa sönnur fyrir því að glúkómannan hefur bein jákvæð áhrif á hægðartegðu og almennt á meltinguna. Áhrifin af hægðartregðuna eru líka fljót að koma í ljós eftir að hafa borðað glúkómannan. (6).
-
Glókómannan getur haft jákvæð áhrif á kólesterol.
Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að neysla glúkómannan getur haft mikil á kólesteról búskap líkamans. Hátt kólesteról getur haft neikvæð áhrif á marga þætti í heislu manna og ber því að forðast það. Neysla á glúkómannan minnkar það magn af kólesteróli sem þarmarnir geta unnið úr og þannig minnkar magnið sem kemst inní blóðrásina (7).
Hvernig neytir maður glúkómannan?
Glúkómannan er nokkuð algengt í matréttum í allri Austur-Asíu en erfiðara að finna í öðrum heimshlutum. Í Japan er glókómannan kallað konnyaku og einnig er það þekkt víðsvegar um hinn vestræna heim undir nafninu konjak rót.
Glúkómannan er fáanlegt í duftformi eða í hylkjum. Duftið er auðveldlega hægt að bæta í smoothie eða sjeik og bætir þar með trefjum og vítamínum í mataræðið. Gelatin hylkin henta auðvitað vel fyrir grænmetisætur og þá sem eru vegan.
Hentugt er að nota glúkómannan til að hjálpa til við missa þyngd þar sem lítið magn lætur þig líða sem þú ert saddur/södd. Ráðlagt er að nota 2 – 4 grömm af dufti daglega en fara skal varlega í byrjun þar sem stórir skammtar geta verið hægðarlosandi. Glókómannan er því einnig góð meðferð við hægðartregðu.
Að lokum er rétt að minnast á að glúkómannan er orðið algengt í vörum sem líkjast pasta. Bæði sem spaghetti, núðlur og einnig sem hrísgrjón. Þessar vörur eru orðnar vinsælar hjá þeim sem eru að borða hitaeiningasnauðan mat eða lágkolvetna matræði.
Hvað þarf að hafa í huga þegar þú kaupir glúkómannan?
Fyrst og fremst þarft þú að vera viss um að varan sem þú kaupir sé hrein og án fylliefna. Til dæmis er það algengt að bæta við koffíni í vörur sem eru markaðssettar fyrir fólk sem vill missa þyngd.
Það hefur verið erfitt að finna hreint eða lífrænt vottað glúkómannan í hinum vestræna heimi. Í Japan er auðvelt að finna konnyaku í flestum stórmörkuðum.
Hafa skal í huga að duftið eitt og sér þarf að skola niður með miklu vatni því það þennst út við snertingu við vatn og verður þykkt og leðjukennt. Börn skulu ekki neyta duftsins sökum þessa.
Er glúkómannan alvöru ofurfæða?
Flestir skilgreina ofurfæðu eingöngu á innihaldinu. Vanalega þarf þá magn vítamína og steinefna að vera mjög hátt í hlutfalli við hitaeiningar vörunnar. Glúkómannan er einmitt þannig, með um það bil 5 hitaeiningar í hverjum 100 grömmum. Þessi tala er mjög lág, sérstaklega þegar horft er til hversu hátt magn af kalíum, kalsíum, zínk, kopar og trefjum svo eitthvað sé nefnt.
Glúkómannan hefur verið notað í aldanna rás sem holl og góð fæða sem nútíma vísindi hafa sannað smátt og smátt. Lítið magn af glókómannan ætti að gagnast flestum í blönduðu mataræði.
Það er ekki bara í blönduðu mataræði sem glúkómannan er góður kostur, einng fyrir þá sem eru með langvinna sjúkdóma eins og sykursýki. Það getur hjálpað til við þyngdarlosun og minnkun einkenna við þarmasjúkdómum. Yfirþyngt er oft fyrirboði margra lífsstílssjúkdóma og því getur breytt mataræði hjálpað til að forðast lífsstílssjúkdóma sem tengjast yfirþyngd.
Með þessum gögnum er erfitt að mæla gegn því að telja glúkómannan sem ofurfæðu. Vísindin tala sínu máli.