Margir þekkja spirulínu sem ofurfæði enda hefur það verið markaðsett sem svo víðsvegar um heiminn. Margir hafa þó hætt að borða spirulínu þegar þeir komast að því hvaðan hún kemur. Spirulína er þörungur sem má finna í ferskvötnum, ám og tjörnum. Spirulína er full af næringarefnum, og hefur hún verið mjög vinsæl hjá bæri áhugafólki um heilsu sem og heilbrigðisstarfsmönnum.
Til eru tvær mismunandi tegundir af spirulínu, “Arthrospira platensis” og “Arthrospira maxima”. Sú spirulína sem við neytum er þurrkuð Arthrospira platensis. Margir halda að spirulína sé venjulegur þörungur en það er í raun ekki svo einfalt, árið 1960 var spirulína flokkuð sem, svo tegund af cyanobacteria eða blágerlar.
Spirulína er ein næringaríkasta fæðutegund sem til er. Hún hefur verið mikið rannsökuð varðandi krabbamein og hefur verið sem fæðubótarefni hjá geimförum við geimferðir.
Uppruni Spirulínu
Margir vilja trúa því að ofurfæðan sem þeir eru að borða sé ný uppgötvun, enda erum við mennirnir alltaf hrifnir af nýjungum. En sannleikurinn er sá að ekkert af svokölluðum ofurfæðum eru nýjar í heiminum.
Til eru sögur af því að Spirulína hafi verið notuð af Axtec mönnum og Mesoamerican á 16 öld, Aztac menn kölluðu spirulínu “tecuitlatl” þar sem þeir náðu í spirulinuna í Texcoco vatninu og gerðu úr því einskonar kökur, einsog einn af hermönnum Hernán Cortes benti á.(1).
Nú á dögum getum við séð vísindaleg gögn um innihald þess sem við borðum en á 16. öld höfðu menn aðgang að slíkum gögnum. Þess í stað átu þeir spírulina einfaldlega vegna þess að það var þess virði að borða. Þeir tóku eftir því að það uppfyllti þarfir þeirra og gaf þeim orku án þess að vita að það var vegna mikils magns próteins og nærinarefna sem það inniheldur.
Heislukostir Spirulínu
Það eru óteljandi kostir þess að neyta spirulínu reglulega. Árangurinn sést þó ekki alltaf samstundis og oft þarf að taka inn spirulínu í lengri tíma til að sjá mun. En 1-2 teskeiðar ætti að vera dagsskamturinn.
Eitt af því fyrsta sem nefna mætti þegar talað er um kosti spirulínu er hversu próteinrík hún er, en hún inniheldur 65% prótein. Svo hátt hlutfall er fáséð í plöntum. En þetta er einmitt það sem hefur gert spirulínu að svona ótrúlega vinsælum próteingjafa hjá mikið af fólki, sérstaklega grænmetisætum og grænkerum (veganistum).
Önnur næringarefni sem spirulína inniheldur eru einnig ótel mörg, t.d. er gott fyrir órfrískar konur að taka inn spirulínu. Einnig mæla skurðlæknar oft með því að sjúklingar fái spirulínu fyrir og eftir aðgerðir þar sem spirulína getur hjálpað líkamanum að vinna á sýkingum.
Spirulina inniheldur mjög mikið magn af klórófylli, efni sem þegar það er notað, getur hjálpað líkama okkar að skola út eiturefni sem eru til staðar í blóðrásinni. Þetta þýðir að það getur stuðlað að náttúrulegri afeitrun líkamans.
Flestir sem taka spirulínu taka eftir litnum, sem er dökkur, grænn og blár. Þetta er vegna þess að virkasta þátturinn í spirulínu er phycocyanin. Þetta efni hefur getu til að útrýma sindurefnum í líkama okkar, auk þess að vera bólgueyðandi og virka mjög andoxandi. (2). Losun eins margra sindurefna og mögulegt er er ótrúlega mikilvægt þar sem þessi sinurefni hafa áhrif á allt frá öldrun til Alzheimerssjúkdómsins.
Ókostir spirulínu
Það sem er svo frábært við ofurfæði nú til dags að það er orðið svo auðvelt að nálgast þessar vörur og það er nánast ekkert heilsuspillandi við það að neyta þeirra.
Ef þú ert á lyfjameðferð sem bælir ónæmiskerfið eða hefur áhrif á hvernig líkaminn hreinsar blóðið, þá ættirðu að hafa samband við lækni áður en þú bætir inn nýrri tegund fæðubóta við mataræði þitt.
Örfáir finna fyrir litlum aukaverkunum við það að byrja að taka inn spirulínu, líkamshitinn getur hækkað en það gerist vegna þessa að spirulínan getur aukið efnaskiptin í líkamanum, hitinn ætti samt ekki að vara lengi.
Að lokum má nefna að bragðið af spirulínu er ekki allra, en ef því er bætt útí góðan djús finnst nánast ekkert bragð.
Næringargildi fyrir Spirulína
Í hverjum 100g af spirulina er hægt að finna:
Innihald | Magn | %RDS |
Orka | 290 kcal | |
Fita | 7.72g | |
Vitamin A | 4 % | |
Vitamin E | 5mg | |
Riboflavin | 3.67mg | |
Pantothenic sýra | 3.48mg | |
Kalsíum | 120mg | |
Magnesíum | 195mg | |
Fosfór | 118mg | |
Natríum | 1048mg | |
Prótein | 57.47g | |
Kolvetni | 23.9g | |
Vitamin C | 10.1mg | |
Thiamine | 2.38mg | |
Niacin | 12.82mg | |
Kólín | 66mg | |
Járn | 28.5mg | |
Mangan | 1.9mg | |
Kalíum | 1363mg | |
Sink | 2mg |
Á þessum upplýsingum má greinilega sjá hversu ótrúlega mikið magn af prótíni spirulína inniheldur, sérstaklega samanborið við aðrar próteinríkar plöntur.
Þetta segir okkur líka að Spirulína getur hjálpað okkur að fylla uppí daglegar þarfir okkar af vítamínum og steinefnum.
Þó ber að hafa í huga að taka ekki meira en 1-2 teskeiðar á dag, (eða fylgja leiðbeningum á umbúðum).
5 Helstu kostir Spirulínu
-
Spirulína má nota í baráttu gegn ofnæmi.
Milljónir manna um allan heim þjást af ofnæmi, þau eru algeng og þau geta verið erfið. Sumir hafa ofnæmi fyrir frjókornum og aðrir hafa ofnæmi fyrir rykmaurum. Ekki má nota Spirulinu til að losna við ofnæmi alveg, en það er hægt að nota til að losna við einkennin sem þú ert með vegna ofnæmis. Ein rannsókn leiddi í ljós að spirulina stöðvaði í raun alla losun histamíns hjá dýrum, histamín er ber ábyrg á einkennum ofnæmiskvef (4).. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á mönnum hafa komist að því að með því að nota spirulinu losna menn við ofnæmiseinkenni, þar á meðal hnerri og nefstífla(5). Þetta þýðir að milljónir manna sem þjást af ofnæmi gætu tekið daglega spirulinu og það gæti dregið úr eða jafnvel gætu einkennin horfið.
-
Spirulína gæti hjálpað til í baráttunni gegn krabbameini, þótt frekari rannsóknir séu í gangi.
Krabbamein er skelfileg tilhugsun, þar sem það dregur fjölda manns til dauða. Við vonum öll að það komi kraftaverkalyf sem fyrst. En þar til það finnst getum við notað það sem til er af ofurfæðu til að hjálpa líkama okkar, annaðhvort með því að koma í veg fyrir krabbamein eða til aðstoðar við meðferð krabbameins. Spirulina kemur þar sterk inn.
Í einni rannsókn sem gerð var á fólki sem tuggði tópak sást gríðarlegur munur á krabbameinsfrumum á forstigi, hjá þeim sem fengu spirulínu og þeim sem fengu lyfleysu í staðinn(6). Í annari rannsókn, þar sem fók í indlandi var látið taka inn 1g af spirulínu á dag í heilt ár(7), ári seinna var svo skoðað heilsufar þessa fólks og þá sást að þá voru þau öll komin aftur á byrjunarreit. (þessi 45% sem fundu mun á sér á meðan inntöku stóð leið ekki lengur betur en þeir sem ekki tóku inn)
-
Spirulína getur styrkt ónæmiskerfið.
Allnokkrar rannsóknir hafa sannað að neysla spirulinu getur styrkt ónæmiskerfi manna og dýra. Spirulína getur einnig hjálpað til við að berjast gegn veirusýkingum(8).
Spirulina inniheldur fjölda öflugra næringarefna, þ.mt fjölsykrunga (e. polysaccharides). Þetta hefur bein áhrif á hæfni spirulinu til að auka ónæmiskerfið. Annað næringarefni sem spirulina inniheldur, phycocyanin, er andoxunarefni sem gefur spirulinu þennan einstaka lit. Það eykur einnig fjölda hvítra blóðkorna í líkamanum en þær frumur bera ábyrgð á að framleiða mótefnin sem vernda líkamann gegn skaðlegum bakteríum.
-
Spirulína hefur áhrif á vitsmunalega virkni.
Við höfum öll heyrt um ofurfæði sem á að geta auka skilningsgetu okkar, en mikill meirihluti þeirra hefur engin vísindaleg gögn til að styðja við þær yfirlýsingu. Spirulina er ekki þar á meðal, því það hefur verið vísindalega sannað (9). Í þessari tilteknu rannsókn voru 549 börn sem hvert um sig tók 2g af spirulina á dag í nokkra mánuði. Það kom í ljós að heildar námsárangur þeirra sem tóku spirulinu var um 10% hærra á tímabilinu.
Það er möguleiki í svo lítilli könnun, að þessi aukning stafaði af einhverju öðru, til dæmis lyfleysuáhrifum. En það er talið að hækkun á námsárangri stafaði af L-tryptófani, amínósýru sem finnast í spirulinu. Þessi sérstaka amínósýra getur komið í veg fyrir minnisskerðingu vegna þess að spirulina getur dregið úr oxandi skaða. -
Spirulína getur verndað heilann.
Verndun heilans er mikilvægt, þar sem heilinn er bókstaflega lífið þitt. Án heilans myndi þú hætta að vera til. Andoxunarefnin sem eru til staðar í spirulinu getur útrýmt sindurefnum og dregið úr bólgu (10). Talið er að þetta sé ástæðan fyrir því að regluleg neysla spirulinu bætir auka legi að vörn í heilanum þínum. Það hefur í raun verið sagt að spirulína geti verndað heilann frá hættulegum sjúkdómum eins og Alzheimers og Parkinsons (11).
Hvernig notum við Spirulínu?
Hægt er að fá spirulínu bæði í duftformi og í töfluformi. Gott er að lesa vel á umbúðir varðandi skammtastærðir og gæta þess að það séu engin óæskileg aukaefni að þvælast með. Töflurnar eru teknar inn með glasi af vatni en diftið má nota á óendanlega marga máta, t.d. Í djúsa, boosta, súpur, pottrétti nú eða bara hræra það útí vatn.
Mörgum finnst bragðið af spirulínu ekkert sértstakt svo oft henta töflur betur en duft. En bragðið hverfur oft ef því er blandað við annan mat.
Hvað þarf að hafa í huga þegar verið er að kaupa Spirulínu?
Það er ráðlegt að prófa spirulina í duftformi áður en þú ferð að taka daglega inn tölur. Það er vegna þess að þú getur gert mikið meira með spirulina dufti og það getur verið auðveldara að bæta því smátt og smátt við þitt daglega mataræði. Spirulina inniheldur mikið af mismunandi næringarefnum og steinefnum, svo það er jákvætt fyrir næstum alla.
Þú ættir alltaf að skoða vel spirulina duftið áður en þú kaupir það, og tryggja að vörumerkið sé virt. Því miður ætla oft mörg fyrirtæki að grípa gæsina of fara að framleiða vörur án þess að vita í raun hvað ofurfæða ætti að vera. Allir ættu að forðast vörur sem lofa því að þú léttist, þar sem það mun líklega innihalda koffín. Við ættum að velja 100% hreinar vörur og forðast vörur sem segjast innihalda spirulínu. Að lokum ættum við að velja lífrænt, þar sem það tryggir að réttar reglur séu uppfylltar meðan á ræktun vörunnar stendur.
Er spirulína virkilega ofurfæði?
Hugtakið ofurfæða er oft hornauga, sem enginn ætti að gera. Spirulina er frábært vegna svo margra mismunandi þátta, þar á meðal næringargildi sem það getur boðið þeim sem það neyta.
Flest okkar gætum haft gott að því að styrkja ónæmiskerfið og betri heilastarfsemi væri ekki slæm. Spirulina getur boðið okkur upp á allt þetta og meira til. Það getur líka losað okkur við einkenni sem tengjast mörgum ofnæmum, sem þýðir að þú þarft ekki lengur að treysta eins mikið á lyf sem eru full af allskonar efnum, til að geta andað í gegnum nefið.
Spirulína er ómissandi að hafa á veturna til að hjálpa líkama okkar með því að styrkja ónæmiskerfið og hjálpa okkur að forðast pestir sem herja á okkur.
Spirulína er ekki ný á nálinni, langt því frá, heldur hefur verið þekkt í margar aldir. Aztecs menn og afríkumenn neyttu spirulínu til að fá styrk. Það var vinsælt útum allan heim því fólk fyrr á öldum því fólk sá og skildi hvað það var að gera þeim gott. Eftir því sem fleiri rannsóknir eru gerðar á Spirulínu kemur alltaf betur og betur í ljós hvað það getur gert þér gott.