Hvað er Moringa?
Moringa er tegund af ofurfæði sem hefur skotist uppá vinsældarlista verslanna. Nafnið Moringa kemur frá ættkvíslinni sem þessi planta kemur frá, en rétta nafnið á henni er Moringa oleifera. Það eru í raun til 13 tegundir frá þessari ættkvísl, Moringaceae, allt frá litlum jurtum að stórum trjám.
Moringa oleifera, eða bara Moringa, óx upphaflega við rætur Himalaya fjallana í vestur Indlandi. Plantan hefur síðar verið mikið ræktað og vex nú um alla Asíu. Tréið er til margs nytjanlegt og er uppskeran notuð á marga mismunandi vegu sem heilsubætir. Mest eru þó blöðin og ávextirnir notaðir.
Árlega eru framleidd um 1,1 til 1,3 tonn af ávextinum sem vex á Moringa plöntunni í Indlandi, en í Indlandi fer mesta ræktunin fram í heiminum. Það getur verið snúið að nálgast þennan ávöxt í vestrænum löndum, svo þar hefur fólk snúið sér að moringa dufti í staðin, sem er gert með því að mala laufblöðin af trénu.
Vísindamenn hafa eitt talsverðum tíma í að rannsaka kosti þess sem felst því að neyta moringa sökum þess að því hversu mörg hlunnindin eru.
Uppruni Moringa
Í dag verðum við mjög vör við auglýsingar þar sem talað er um „ofurfæði“ sem nýtt fyrirbæri sem nýlega hefur verið fundið upp. En raunin er sú að moringa hefur verið notuð af mörgum kynslóðum sem lækningajurt. Náttúrulæknar hafa í fjöldamörg ár notað blöðin, börkinn, safann og rót trésins sem er enn mikið notað í dag.
Moringa er helst notað sem lyflækningajurt vegna þess hversu fjölþætta verkun hún hefur. Jurtin var mikils metin af Egyptum til forna, Grikkjum og Rómverjum. Moringa olía var sem fjársjóður í Egyptalandi til forna, þar sem Egyptar notuðu hana til að vernda húð sína gegn heitri sólinni. Grikkir uppgötvuðu lyfjamátt jurtarinnar og kynntu hann fyrir Rómverjum.
Reyndar fara sögur af notkun Moringa ennþá lengur aftur eða allt til ársins 150 fyrir Krist, þar sem hafa fundist skriftir Indverja frá fornöld þar sem þeir nefna plöntuna í sambandi við Ayurveda. Ayurveda fræðin eru yfir fimm þúsund ára heilsufræði Indverja þar sem vitund og líkami mætast. En í þessum ritum Ayurveda læknisfæðinnar er talið að Moringa haf yfir 300 áhrif á kvilla og sjúkdóma.
Helstu heislukostir Moringa
Moringa hefur verið umfjöllunarefni í ýmsum vísindarannsóknum sem fjallað hafa um fjölbreytta verkun jurtarinnar á mismunandi kvilla og sjúkdóma. Við vitum að moringa getur lækkað blóðsykurgildi og kólesteról og að það geti haft bólgueyðandi áhrif á líkamann. Jurtin hefur einnig verið nefnd í tengslum við fjölda slæmra sjúkdóma, sem hugsanleg meðferð.
Vísindamenn hafa íhugað hvort moringa tré gætu verið notaðir til að berjast gegn vannæringu í þróunarlöndum. Þetta er vegna þess að moringa tré dafna í þurru umhverfi, þar sem aðrir plöntur myndu auðveldlega deyja. Moringa lauf eru fjölhæf og nærandi og geta verið notaðir til að veita nauðsynleg næringar-og steinefni til bæði ungabarna og mæðra með börn á brjósti.
Moringa tré eru því frábær hugmynd til að berjast gegn vannæringu í heiminum vegna þess hve hratt þau vaxa og vegna hraðans sem þau framleiða ávexti á. Í Suður-Indlandi er uppskera á tveggja ára fresti og tekur það plöntuna innan við eitt ár að ná fullri stærð aftur. Þetta þýðir að moringa myndi geta aukið fæðuöryggi í þróunarlöndum.
Til allrar hamingju er moringa eitthvað sem allir gætu notið góðs af að neyta, án tillits til þess hvaðan þeir eru. Plantan inniheldur 25% plöntuprótíni og öll 9 nauðsynleg amýnósýrnar. Hún er líka mjög járnrík, sem er það sem vísindamenn eru helst að skoða í dag að sem hugsanleg leið til að berjast gegn járnskorti í heiminum.
Ókostir Moringa
Neysla moringa (hvort sem er laufin eða ávöxturinn) er almennt talin vera algjörlega örugg meðal vísindamanna og heilbrigðisstarfsmanna. Þú ættir þó alltaf að hafa samráð við lækninn áður en þú bætir moringa við mataræði, einfaldlega fyrir hugarró.
Nefna mætti að þú ættir að forðast að borða börkinn eða rætur moringa trésins. Til allrar hamingju er nánast ómögulegt að kaupa börkinn í flestum löndum. En börkinn og rótina þarf að forðast vegna þess að þau innihalda efni sem vera eitruð eftir að þau hafa verið borðuð.
Næringargildi Moringa
Í u.þ.b. 100 g af Moringa laufum (hráum) finnur þú:
Hitaeiningar | 64 kcal | Kolvetni | 8.28g |
Tefjar | 2.0g | Fita | 1.4g |
Prótein | 9.4g | Tiamín | 0.25mg |
Riboflavin | 0.66mg | Níasín | 2.22mg |
Pantóþen sýra | 0.125mg | B vítamín | 1.2mg |
C vítamín | 51.7mg | Kalsíum | 185mg |
Járn | 4.0mg | Magnesíum | 147mg |
Fosfór | 112mg | Kalíum | 337mg |
Natríum | 9mg | Sink | 0.6mg |
Laufin eru sá hluti moringa trésins sem inniheldur hæsta hlutfall næringarefna. Þau innihalda umtalsvert magn af vítamínum, steinefnum og öðrum næringarefnum sem eru nauðsynleg fyrir líkamann. Laufin sjálf er tiltölulega auðvelt að nota, þú notar þau einfaldlega líkt og þú myndir nota spínat, t.d. í salat, sósur eða boost.
Í u.þ.b. 100 g af Moringa fræbelgjum (hráum) finnur þú:
Hitaeiningar | 37 kcal | Kolvetni | 8.53g |
Tefjar | 3.2g | Fita | 0.2g |
Prótein | 2.1g | Tiamín | 0.05mg |
Riboflavin | 0.07mg | Níasín | 0.62mg |
Pantóþen sýra | 0.62mg | B vítamín | 0.12mg |
C vítamín | 141.0mg | Kalsíum | 30mg |
Járn | 0.36mg | Magnesium | 45mg |
Manganese | 0.25mg |
Þessir óþroskuðu fræbelgir eru almennt þekktar sem „trommukjuðar“. Það væri erfitt að finna þá í vestrænum löndum, en þeir eru algengir í allri Suður-Asíu. Flestir elda þau í karrý þar til þau eru mjúk og þau eru tiltölulega hærri í vítamínum eftir að þau hafa verið elduð.
5 helstu kostir Moringa
1. Moringa má nota í baráttunni við tvennslags krabbamein.
Af öllum þeim sjúkdómum sem vísindarannsóknir leggja áherslu á að rannsaka er krabbamein næstum alltaf þar efst á lista. Moringa hefur sannað sig vel í baráttunni gegn myndun krabbameins. Í klínískri rannsókn sýndi neysla á moringa laufblöðum fram á bein jákvæð áhrif bæði á brjósta og ristils krabbameinsfrumur, en rannsóknir eru enn í gangi (1). Rannsóknin skoðaði áhrif neyslu á berki, fræjum sem og laufum, og bæði laufin og börkurinn sýndu fram á ótrúlegan árangur.
2. Moringa hefur mjög andoxandi áhrif.
Flestir heyra orðið andoxunarefni og vita að það að eitthvað sem er gott fyrir þá, en þeir vita kannski ekki endilega hvers vegna. Andoxunarefni eru efnasambönd sem vinna gegn sindurefnum í líkama okkar, aukaafurð oxunar. Sindurefnin eru í raun einn rafeind sem ger um líkama okkar og reynir að finna aðra rafeind til að festa sig við. Mikið magn af þessum rafeindum getur valdið oxunarálagi í líkamanum, sem getur stuðlað að fjölda sjúkdóma.(2). Laufin af moringa trjánum hafa mikið af andoxunarefnum. (3).
3. Moringa hefur getu til að veranda líkamann gegn eiturverkunum arsens.
Arsenik eitrun er stórt vandamál í þróunarlöndum, þar sem það hefur lekið og leitt til mengunar bæði matar og vatns. Til dæmis getur hrísgrjón innihaldið mikið magn af arsenik. Skelfilega staðreyndin um eituráhrif arsenik er að áhrif þess eru ekki strax sýnileg, vandamálin koma fram efti langtíma notkun. Arsenik getur aukið líkurnar á að fá krabbamein (4). Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að laufblöð moringa trésins geta verndað líkaman gegn sumum áhrifum eiturverkana á langvarandi neyslu arsenik (5).
4. Moringa getur minnkað bólgur í líkamanum.
Allir geta notið góðs af því að minka bólgur í líkamanum, þess vegna eru svo margir að taka bólgueyðandi lyf að staðaldri. Magn andoxunarefna sem eru til staðar í laufum moringa trésins er hátt og er hægt að segja að það dragi beint úr bólgum. Blöðin innihalda einnig efni sem kallast quercetin, sem stundum er notað sem náttúrulegt antihistamine þar sem það hefur getu til að koma á stöðugleika histamín framleiðslu líkamans. Þetta þýðir að neysla moringa getur dregið úr bólgum sem almennt tengist langvarandi sjúkdómum, þ.m.t bólgusjúkdómum í meltingarfærum, vöðvabólgu, gigt o.fl.(6).
5. Moringa getur stuðlað að heilbrigðari lifur.
Lifur okkar er eitt mikilvægasta líffæri líkamans, en á það til að gleymast þegar hugsað er um heilsuna. Lifrin sér um að sía öll eiturefni úr blóðinu, verkefni sem myndi leiða til alvarlegra veikinda ef það væri ekki gert á réttan hátt. Sem þýðir að það er mikilvægt að viðhalda heilbrigðum og nauðsynlegum ensímum í lifrinni okkar (7). Rannsóknir hafa leitt í ljós að moringa olía getur endurheimt lifrarensím. Þetta gæti útrýmt fjölda vandamála, sérstaklega hjá fólki sem hefur fyrirliggjandi lifrarsjúkdóm.
Hvernig notar maður moringa?
Við þurfum bara að líta til Suður-Asískrar matargerðar til að fræðast um hversu fjölhæf moringa getur verið sem matvara, þar sem það hefur fjölmörg mismunandi notagildi í matreiðslu á svæðum þar sem hún er dreifðust í. Sumir nota fræbelgina eins og grænmeti og bæta þeim í súpur, karrý og aðra rétti.
Laufin eru bragðgóð og innihalda mikið af næringarefnum. Hægt er að nota þau á óteljandi vegu og eru þau oft áberandi í Filippeyskri matargerð. Algengt er að þau séu klippt niður og notuð sem skraut á grænmetisrétti.
Flestir í vestrænum heimi nota moringa í duftformi, sem er gert úr þurrkuðum moringa laufum. Duftið er svipað á bragðið og spínat og er gott til að setja út í boosta eða djúsa.
Ef þú ert ekki hrifinn af spínatbragði er möguleiki á að fá duftið í töfluformi sem hægt að taka einu sinni á dag, það þarf bara að passa að það séu engin aukaefni í töflunum.
Hvað þarf að hafa í huga þegar maður verslar moringa?
Eitt það mikilvægasta sem við gerum til að tryggja það að við fáum allann þann mátt úr ofurfæðunni sem hægt er, er að passa að það sé lífrænt vottað, að innihaldið sé 100% moringa duft, og innihaldi ekki önnur aukaefni eða uppfyllingarefni.
Lífræn vottun tryggir að ákveðnum kröfum sé fylgt við ræktun og vinnslu á hráefninu en einnig að starfsfólki sem vinnur við ræktun og við uppskeru vörunnar séu tryggðar góðar vinnuaðstæður.
Það getur verið mjög erfitt að nálgast fersk lauf eða ferskan ávöxt moringa trésins nema þú sért í landi þar sem tréið vex. Þetta er vegna þess að varan er mjög viðkvæm og hefur stuttann endingartíma fersk. Í flestum vestrænum löndum er þó hægt að nálgast 100% moringa duft.
Gott er að muna að lesa vel á miðann, oft er búið að bæta við ýmsum aukefnum eins og t.d. koffíni til að bæla hungurtilfinningu.
Er Moringa ofurfæði?
Það getur verið erfitt að skilgreina ofurfæði. Sumir skilgreina ofurfæðu sem matvæli sem innihalda mikið af næringarefnum en lítið af klóríum, aðrir myndu skilgreina ofurfæðu sem matvæli sem geta hjálpað líkamanum að lækna sig af allskins kvillum. Moringa er einstakt þar sem það passar fullkomlega í báða þessa flokka.
Moringa inniheldur mikið af næringarefnum, andoxunarefnum ásamt fjöldann öllum af öðrum gagnlegum efnum. Það hafa verið gerðar margar vísindalegar rannsóknir á moringa og hefur plantar sýnt sig og sannað þar. Fólk, bæði í hinum vestræna heimi og fólk í þróunarlöndum getur notið góðs af því að bæta moringa við mataræðið sitt.
Moringa hefur verið notað í baráttunni við bæði brjósta- og ristilkrabbamein með góðum árangri, það hefur einnig sýnt góðan árangur við fjölmarga sjúkdóma og kvilla vegna þess hversu auðvelt það á með að afoxun efna sem geta skemmt líkama okkar. Hægt er að rækta moringa við erfiðar aðstæður og væri jafnvel hægt að rækta það í þróunarlöndum.
Það er því engin spurning hvort moringa er ofurfæði, það hefur verið ofurfæði í þúsundir ára. Að borða moringa reglulega getur verið gott fyrir hvern sem er, hvernig sem líf þeirra er.