Hvað eru Macadamia hnetur?
Macadamia hnetur eru tiltölulega ný hnetutegund sem ekki var uppgötvuð fyrr en á nítjándu öld. Fyrst voru þær ræktaðar í Ástralíu en nú eru þær einnig ræktaðar í Suður-Afríku, Kaliforníu, Hawaii og Mexikó.
Þessi fituríka og mjúka hneta er orðin vinsæl um allan heim. Helstu ástæður fyrir því er hversu hversu vel hún passar inní mataræði sem eru „í tísku“ núna árið 2019, eins og ketó og önnur afbriðgði af lágkolvetna mataræði. Í stuttu máli eru aðalatriðin:
- Hátt fituinnihald
- Milt og sætt bragð
- Fallegur ljósgulur litur
- Auðvelt að nota sem snarl, millimál og í matargerð
Næringargildi í Macadamia hnetum
100 grömm af Macadamia hnetum innihalda að meðaltali (misjafnt eftir framleiðendum):
Næringarinnihald | magn | % RDS |
Hitaeiningar | 718 kcal/100 gr | |
Fita | 76 g | |
–þar af mettuð fita | 12 g | |
–þar af einómettuð fita | 59 g | |
–þar af fjölómettuð fita | 1 g | |
Kolvetni | 14 g | |
–þar af sykur | 5 g | |
Trefjar | 9 g | |
Prótein | 8 g | |
Manganese | 4,1 mg | 207 % |
Phosphorus | 188mg | 19 % |
Kalsíum | 85mg | 8 % |
Zinc | 1,3 mg | 9 % |
Kopar | 0.75 mg | 38 % |
Potassium | 368 mg | 8 % |
Niacin | 2,4 mg | 12 % |
Riboflavin | 0,16 mg | 10 % |
Thiamin | 1,195 mg | 80 % |
B6 Vitamin | 0,275 mg | 14 % |
5 helstu heilsukostirnir við macadamia hnetur
1. Baráttan við járnskort.
Járnskortur er einn af algengustu næringarskortum í heiminum og algengustur meðal kvenna á barneignaaldri. Járn er nauðsynlegt svo að upptaka og flutningur á súrefni geti virkað á réttan hátt. Járn finnst fyrst og fremst í kjöti en einnig í mörgum hnetum og fræjum.
2. Baráttan við magnesíumskort.
Macadamia hnetur eru magnesíumríkar en magnesíum er nauðsynlegt fyrir tauga- og vöðvakerfið til að vinna á eðlilegan hátt. Líkaminn notar einnig magnesíum við framleðislu á próteinum.
3. Hátt hlutfall af ómettaðri og fjölómettaðri fitu.
Fita er mikilvægur orkugjafi sem er nauðsynlegur fyrir frumur og hormóna í líkamanum til að virka rétt. Að borða bæði mettaða og ómettaða fitu getur minnkað hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. Macadamia hneturnar innihalda hátt hlutfall af ómettaðri fitu og einnig hátt hlutfall af fjölómettaðri fitu, Omega-3 fitum. Omega-3 er samansafn af fjölómettuðum fitusýrum sem við menneskjurnar þurfum úr fæðunni. Þessar fitur þurfum við meðal annars til að gera við frumur, stýra blóðþrýstingi og til að ónæmiskerfið virkar eðlilega.
4. Macadamia hnetur eru trefjaríkar.
Trefjar eru ein tegund af kolvetnum sem brotnar ekki niður við meltinguna. Þær eru nauðsynlegar til að fyrirbyggja meltingastíflur og til að þarmarnir virki eðlilega. Trefjaríkur matur hjálpar einnig til að halda blóðfitu lágri og stöðugri, auk þess sem það minnkar svengdartilfinningu.
5. Macadamia hnetur eru kolvetnasnauðar og innihalda lítinn sykur
Lágt sykurinnihald. Matvæli með hágt sykurinnihald geta gefið mikið af hraðri orku en eru oftast næringasnauðar. Þannig getur maður auðveldlega fengið of mikið af orku sem leiðir til offitu yfir lengri tíma. Svo kemmir sykur auðvitað tennurnar.
Hvernig er best að nota macadamia hnetur?
Sem snarl… Macadamiahnetur eru auðvitað mjög góðar beint af tréinu (eða úr pokanum). Oft eru þær ristaðar og veltar uppúr einhverju eins og salti eða sykri. Í Ástralíu er algengt að rista hneturnar uppúr hunangi og þá endar það sem stökkt og sætt snarl.
Í bakstur
Macadamia hnetur eru algengar í bakstur, bæði sem innihald og sem skraut. Þessi feita og sæta hneta hentar gríðarlega vel í þessa gerðina af framleiðslu.
Í súkkulaðibita kökur
Ein vinsælasta uppskriftin sem notar macadamiuhneturnar er súkkulaðibitakökur. Þessi vinsæla kaka hefur þann kost að hún þarf aðeins að bakast í stutta stund og þá verður hnetan mátulega stökk/mjúk.
Í sallöd og wokrétti. Þó maður sé ekki óður í súkkulaðibitakökur þá má maður endilega fá sér nokkrar útá sallad. Mörgum þykir það gott fá eitthvað stökkt undir tönn þegar maður borðar sallad. Einnig er vinsælt að skipta út cashew hnetum út fyrir macadamia hnetur í wok, asíska, eða pastarétti til að halda fituinnihaldi háu og kolvetnum í lágmarki.
Hvað þarf að hugsa um þegar þú kaupir macadamia hnetur?
Macadamiahnetan er sem sagt Rolls Royce hnetanna. Ekki nóg með að hún er feitasta hnetan heldur er hún einnig ein af þeim dýrustu. Hún er oftast í litlum og dýrum pokum og kannski ekki aðgengileg í öllum búðum. Þó svo hún komi í mörgum ólíkum tegundum, sætar eða saltar, er stundum erfitt að finna hana í sinni uppáhalds útgáfu.
Macadamiahnetan vex á trjám sem eru um 15 metra há. Hvert tré uppsker milli 4 og 6 kíló á hverju ári. Það er mjög lítið miðað við aðrar hnetur og kannski réttlætir það háa verðið.
Þegar hnetan er fullþroskuð fellur hún til jarðar og er þá plokkuð upp. Þá er hún látin þurrkast í sólinni í þrjár vikur. Þegar þær hafa náð réttu rakastigi eru þær skrældar og flokkaðar. Macadamiahnetur eru með mjög harða skurn og krefst það mikillar orku að opna þær. Eftir þetta eru þær settar í gæðaflokka og svo er það bara að pakka þeim og senda til allra heimshorna.
Þrátt fyrir háa verðið eru macadamiahneturnar vinsælar og seljast mörg tonn á hverju ári. Ef þú hefur ekki prófað þessa mjúku, þykku, mildu og sætu hnetu þá hefur eitthvað til að hlakka til.
Eru macadamia hnetur alvöru Ofurfæði?
Já. Sérstaklega nú á tímum þegar við höfum áttað okkur á því að fita er ekki vond þá er macadamian eitt besta snarlið sem náttúran hefur uppá bjóða. Þegar maður er á fituríku mataræði er oft erfitt að finna handhægt snarl. Hnetupokinn passar vel í veskið eða í hanskahólfið og auðvelt að grípa till hans.
Sumir kalla hana Ketó hnetuna og það er kannski réttnefini nú þegar ketó kúrinn er aðalmálið.