Hvað er túrmerik?
Túrmerik hefur notið aukinna vinsælda á vesturlöndum undanfarin ár og er orðið eitt því sem við köllum ofurfæðu.
Það er einnig talið eitt af orkuríkustu jurt á jörðinni. Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að túrmerik getur barist gegn eða jafn snúið við þróun á mörgum af nútíma sjúkdómum. Þetta er vegna þessa fjölda af lækningarefnum sem túrmerik inniheldur og þó sérstaklega kúrkúmin. Meira en 10.000 læknisfræðilega ritrýndar greinar hafa staðfest kosti þess að neyta kúrkúmins.
Túrmerikið sjálf er hluti af rhizomatous herbaceous perennial plöntunni sem er einnig þekkt sem Kúrkúmín longa (Curcuma longa). Plantan tilheyrir engifers ættinni, Zingiberaceae, sem ber blóm. Rhizome er sá hluti stilksins sem er neðanjarðar og herbaceous þýðir að enginn hluti stilksins er ofanjarðar. Perennial þýðir svo að plantan hefur þá eiginleika að lifa lengur en í tvö ár.
Plantan vex víðsvegar um Suðaustur-Asíu þar sem hún þrífst eingöngu í frekar sérstöku loftslagi, mildum hita og mikilli úrkomu. Rætur plöntunnar eru sóttar árlega og studnum er þeim neytt sem þegar þær eru ferskar. Algengara er að mylja þær í mjöl eða duft sem við þekkjum betur af sínum fallega appelsínugula lit.
Ferlið er að sjóða ræturnar í 30 – 45 mínútur áður en þær eru þurrkaðar í ofnum. Að því loknu eru ræturnar malaðar í mjölið sem við þekkjum svo vel sem krydd í matargerð eða sem litarefni í vefnaðarvöru.
Upphafið

Túrmerik í indveskum mat gefur fallegan lit og gott bragð.
Curcuma longa, eða túrmerik, hefur verið notað í mat og lyf um alla Asíu í þúsundir ára. Það er enn notað í lækningaskyni og sæta, bragðgóða matrétti.
Það eru fjórar ólíkar lækningaaðferðir sem nota túrmerik. Fyrst má nefna Ayurveda, sem kemur frá Indlandi. Næst er það Siddha sem kemur frá hinu forna Tamiliakam í suður Indlandi. Báðar þessar aðferðir nota túrmerik til lækninga á hinum ýmsu kvillum svo sem í meltingu, hálsbólgu og kvefi. Einnig er það notað til að hreinsa sár.
Þriðja aðferðin er nokkuð sérstök en hún er kölluð Yunani. Það er arabísk lækningaaðferð sem er notuð í mið-Asíu enn þann dag í dag. Aðferðin er byggð á speki frá grísku læknunum Hippócrates og Galen.
Síðasta aðferðin er sú sem jafnan er þekkt sem Gamaldags kínveskar lækningar í dag. Þessi aðferð notuð um allan heim við allskonar kvillum. Aðferðin hefur verið notuð í Kína í meira en 2500 ár hefur fengið margar aðferðir staðfestar af nútíma vísindum á síðustu árum.
Niðurstaðan er sú að nú er þriðja árþúsundið þar sem túrmerik er notað um allan heim.
Áhrif túrmeriks á heilsuna
Túrmerik er mikilvæg tegund ofurfæðu þar sem lækningamáttur þess hefur verið sannaður í mörgum rannsóknum sem beinast að mörgum ólíkum sjúkdómum og kvillum. Flestar rannsóknir beinast að virka efninu í túrmerik sem er curcumin.
Curcumin er efnasambandið í túrmerik sem gerir það að ofurfæði, þar sem það getur haft mikil áhrif á líkamann. Það getur barist gegn bólgum og er einnig andoxunarefni sem hjálpar þér við að losna við sindurefni úr líkamanum. Sindurefni eru aldrei jákvæð þar sem þau eru úrgangur við oxun líkamans og geta skemmt frumur í líkamanum. Liðagigt og krabbamein eru dæmi um sjúkdóma sem gagnast af því að losa sindurefni úr líkamanum og halda frumunum óskemmdum.
Í fjölmörgum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að túrmerik hefur svipaða virkni á líkamann og fjöldinn allur af ólíkum lyfjum en þó oftast utan aukaverkanna. Á meðal þessara lyfja má nefna bólgueyðandi lyf, verkjalyf og þunlyndislyf.
Neikvæðu hliðar túrmeriks.
Túrmerik er almennt talið hættulaust svo framarlega asem það er innbyrt í eðlilegu magni. Þó ber að hafa í huga að margir réttir í Bangladesh, Indlandi, Indónesíu, Íran og Pakistan innihalda efnið svo forðast ber að borða of mikið af því.
Einhverjir geta fengið ofnæmisviðbrögð við að nota túrmerik við húðlækningar. Það er mælt með að fólk geri prufur á húðinni áður en andlitið er hulið í túrmerik til að sannreyna að ekki komi útbrot eða kláði.
Stórir skammtar geta einnig valdið flökurleika.
Þú ætti að ráðfæra þig við lækni áður en tekið er inn mikið magn af túrmeriki, einfaldlega vegna þess að það er mikið af blóðþynningarlyfjum eins og aspirin og warfarin sem tapa virkni sinni við inntöku mikils magns af túrmeriki.
Næringargildi túrmeriks.
Í 100 grömmum af túrmeriki eru um það bil:
Hitaeiningar | 354 kcal | Kolvetni | 64.9g |
Prótín | 7.83g | Fita | 9.88g |
Trefjar | 21g | Niacin | 5.14mg |
Pyridoxine | 1.80mg | Riboflavin | 0.233mg |
Vitamin C | 25.9mg | Vitamin E | 3.10mg |
Sodium | 38mg | Potassium | 2525mg |
Kalsíum | 183mg | Járn | 41.42mg |
Magnesium | 193mg | Manganese | 7.83mg |
Phosphorus | 268mg | Zinc | 4.35mg |
Þessar tölur gefa það til kynna að magn steinefna í túrmeriki er mjög gott og það er hægt að treysta því að ónæmiskerfið eflist við inntöku. Það er einkum gott að taka á meögöngu þegar líkamann þarf virkilega á halda öllum þeim næringarefnum sem hann kemst yfir.
5 bestu kostir túrmeriks
-
Túrmerik er bólgueyðandi.
Kúrkúmínið í túrmeriki (curcumin) getur haft jákvæð áhrif á bólgur í líkamanum. Það gerir það einnig betur en mörg lyf sem ætluð eru sama tilgangi. Ein rannsókn sýndi meirað segja fram á að virkni þess var meiri en hjá aspiríni og íbúprófíni (1). Bólgueyðandi virkni þess hefur einnig verið skoðið í tengslum við Alzheimers sjúklinga (2) en fjöldi rannsókna hafa ekki komist að niðurstöðu. Vonandi komast niðurstöður í þær rannsóknir fyrr en síðar. Það má þó nefna að tíðni Alheimers sjúkdómsins er mun lægri í mið og austur Asíu þar sem túrmerik er hvað vinsælast.
-
Túrmerik getur meðhöndlað ýmsa húðkvilla.
Sumir húðkvillar geta verið erfiðir viðureignar. Oft þarf að kalla til húðlækni til að meta stöðuna að fullu. Túrmerik má nota til að lækna hina ýmsu húðkvilla án þess að þurfa að húðlækni að halda. Það eru bæði andoxunar- og bólgueyðandi eiginleikarnir úr kúrkúmíninu sem hjálpa þar til. Það hjálpar til við að græða sár hraðar, hægja á svitaholum og vinnur á móti útbrotum líkt og sóríasis (3).
Þess ber að geta að það ætti alltaf að bera á lítinn blett áður en túrmerki er sett á allt andlitið. Þetta er gert sökum þess að lítill minnihluti getur sýnt ofmæmisviðbrögð við efninu. Mælt er með að bíða í 24 – 48 tíma áður en niðurstaða fæst.
-
Túrmerik getur hjálpað til við krabbameinsmeðferð.
Vísindamenn hafa náð að sýna fram á að túrmerik getur verið notað til meðferðum á ýmsum tegundum af krabbameini. Þegar vísindamennirnir skoða lækningarmátt matvæla er oft litið til þess hvort það sé tenging við krabbamein. Cancer Reserach UK hefur sagt að rannsóknir sýna fram á nokkuð jákvæðar niðurstöður (4). Á rannsóknarstofum hefur verið sýnt fram á áhrifamáttinn gagnvart krabbameinsfrumum. Túrmerkið vinnur best gegn brjóstakrabbameini, ristilkrabbameini, magakrabbameini og húðkrabbameini.
-
Túrmerik getur unnið gegn meltingartruflunum.
Fólk sem þjáist af meltingartruflunum, hvort sem það er IBS eða Crohn’s Disease, vita hversu mikil vandræði fylgja þessum sjúkdómum. Einnig getur verið erfitt fyrir fólk að taka inn lyf, einkum vegna aukaverkana. Rannsókn var gerð til að meta hvernig kúrkúmín vinnur gegn bólgum í þörmum og öðrum meltingarfærum og komst hún að þeirri niðurstöðu að þónokkur fjöldi sjúklinga gátu hætt að taka in stera sökum bættrar heilsu (5). Margir sjúklingar þjást meira af aukaverkunum af sterainntöku heldur af meltingarfæravandamálum þannig að kúrkúmín var kærkomin lausn.(6).
-
Túrmerik getur notast í stað verkjalyfja.
Margir hafa leitað að náttúrulegu verkjalyfi í gegnum árin, sökum þess hversu miklar aukaverkanir geta blossað upp við inntöku á venjulegum verkjalyfjum. Vísindamenn um allan heim hafa komist að niðurstöðu að nota má túrmerik á sama hátt of verkjalyf eru notuð. Sýnt hefur verið fram á að rottur á tilraunastofum hafa sýnt sterk viðbrögð við neyslu á túrmeriki sem leiðir til þess að verkur minnkar (7). Rannsóknarstofa Bandaríska Hersins hefur einnig birt niðurstöður rannsóknar þar sem túrmerik hjálpaði til við að meðhöndla brunasjúklinga sem annars hefðu þurft sterka opíóða og bólgueyðandi lyf (8).
Hvernig er best að nota túrmerik?

Túrmerik rót og mjöl
Túrmerik er ótrúlega einfalt að bæta við inní mataræðið sérstaklega ef þú hefur gaman að því að gera tilraunir í eldhúsinu. Vísindin sýna fram á að túrmerik virkar best sem hluti af hollu mataræði og heilbrigðum lífsstíl. Líkaminn virkar einfaldlega best þegar þær kröfur eru uppfylldar.
Að borða miðausturlenskan mat eða mat frá Suð-Austur Asíu er einfaldasta leiðin til að bæta túrmerik í mataræðið þar sem margir réttir (sérstaklega kurrý) innihalda túrmerik. Það er notað bæði til að bæta bragð og gefa fallegan lit. Annar möguleiki er að drekka túrmerik te. Það er gert með því að sjóða einn lítra af vatni með 2 teskeiðum af túrmeriki. Látið vatnið sjóða í 15 mínútur áður en það er sigtað. Þá er hægt að bæta bragðbætandi efnum útí svo sem hunangi, mjólk eða ávaxtasafa.
Nánast allir geta bætt heilsu sína með því að bæta túrmeriki á diskinn sinn.
Hvað ber að hafa í huga við kaup á túrmeriki?
Sumir eru það lánsamir að geta notið fersks túrmeriks en ekki er alltaf auðvelt að nálgast það. Flestir neyta þess þegar það hefur verið soðið, þurrkað og malað í fallegt appelsínugult duft eða mjöl. Þegar þú kaupir túrmerik, vertu viss um að varan sé lífrænt ræktuð og án nokkurra aukaefna. Ef liturinn er ekki bjartur og fallegur gefur það til kynna að einhverjum uppfyllingarefnum hafi verið bætt í hana.
Farið varlega í að taka fæðubótarefni þar sem túrmerik hefur verið bætt í, þar sem erfitt getur verið að tryggja hreinleika efnisins. Notastu eingöngu vörumerki sem þekkt eru fyrir hágæða hráefni.
Er túrmerik virkilega OFURfæði?
Ofurfæði er oftast vara sem hefur mjög mikið magn af næringarefnum en fáar hitaeiningar en túrmerik er aðeins öðruvísi. Vissulega hefur það mikið magn af næringarefnum og fáar hitaeiningar en flestir tengja það við ofurfæðu sökum lækningarmáttar þess.
Túrmerik hefur einkum verið vinsælt útum allan heim í árþúsundir sökum lækningarmáttar kúrkúmíns. Það hefur verið vinsælast í Indlandi, Mið-Asíu og í Kína. Það er enn notað á sama hátt og áður í þessum löndum og margar nútíma rannsóknir hafa staðfest virkni jurtarinnar.
Þetta er einfaldlega ein kröftugasta jurt á jörðinni, sem læknað getur marga ólíka kvilla, hvort sem það eru húðkvillar eða meltingarkvillar. Það er einnig hægt að nota það sem verkjalyf og einnig hjálpar það til við meðhöndlun á ýmsum krabbameinum. Einn daginn verður kannski hægt að tengja það við lækningu á Alzheimers sjúkdómnum.
Allir ættu að bæta túrmeriki í mataræði sitt. Flest lyf hafa aukaverkanir, en túrmerik getur unnið á kvillum án þessara leiðu aukaverkana nútíma lyfja.